141. löggjafarþing — 93. fundur,  9. mars 2013.

Lánasjóður íslenskra námsmanna.

630. mál
[11:39]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (andsvar):

Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir þetta svar. Ég tel mjög brýnt að skoða þetta, hvort sem tekjustofninn verður lækkaður eða að það verði í formi niðurfellingar og styrkja. Það hefur víða verið greint að menntunarstig sé lágt úti á landi. Ég tel það mikið byggðamál að fá menntað fólk aftur heim í hérað til að nýta menntun þess þar til að byggja upp samfélögin. Ég tel mjög brýnt að þetta sé skoðað með þeim hætti sem hér hefur verið nefnt. Ég horfi til Noregs þar sem ég veit að svona úrræði eru fyrir hendi og hafa verið nýtt.

Ég lýsi einnig ánægju með það að það sé verið að skoða og vinna að því í vinnuhóp að fólk á vinnumarkaði geti leitað sér menntunar og hafi möguleika á að vera á launum og hafa framfærslu á (Forseti hringir.) meðan það menntar sig.