141. löggjafarþing — 93. fundur,  9. mars 2013.

Lánasjóður íslenskra námsmanna.

630. mál
[12:00]
Horfa

Lilja Mósesdóttir (U) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir ágæta ræðu og sérstaklega fyrir að vekja athygli á því að námslán séu verðtryggð og að nú sé búið að draga í efa lögmæti verðtryggingarinnar. Það verður áhugavert að heyra hvort hæstv. menntamálaráðherra hefur skoðað þýðingu þess að verðtryggingin gæti verið úrskurðuð ólögmæt fyrir lánasjóðinn. Fram til þessa hefur fæstum þótt ástæða til að hafa áhyggjur af eftirstöðvum námslána vegna þess að afborganir af þeim eru tekjutengdar. Það er gengið út frá þeirri forsendu að fólk hafi tekjur til að greiða niður námslánin en þá gleymist líka að námslán eru verðtryggð en ekki launin. Nú er að verða til hópur sem tók námslán upp úr 1980 sem er með þó nokkur (Forseti hringir.) verðbólguskot í sínum námslánum og ég spyr hv. þingmann hvort hann sé sammála um að taka þurfi á því vandamáli.