141. löggjafarþing — 97. fundur,  11. mars 2013.

vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar.

651. mál
[14:46]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það er merkilegt í sjálfu sér að greiða atkvæði um vantraust á ríkisstjórn og leggja til að boðað verði til nýrra kosninga sjö vikum fyrir kosningar sem þegar hafa verið boðaðar. Eins og ég fór yfir áðan lít ég svo á að með því að fella þessa tillögu um vantraust á ríkisstjórnina styðjum við við áframhald vinnu um breytingar á stjórnarskrá, breytingar sem byggja á grunni tillagna stjórnlagaráðs. Með því að samþykkja tillögu hv. þm. Þórs Saaris tekur þingið það að sér að drepa þá vinnu endanlega. Þess vegna mun ég hafna tillögunni. (Gripið fram í.)