141. löggjafarþing — 97. fundur,  11. mars 2013.

vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar.

651. mál
[14:57]
Horfa

Magnús Orri Schram (Sf):

Virðulegi forseti. Ég ætla að segja nei við þessari tillögu vegna þess að samþykkt hennar er vísasta leiðin til að eyðileggja stjórnarskrárferlið. Ég vek athygli þingheims á því að nú er komin fram sáttatillaga í málinu sem virðir þann þjóðarvilja sem birtist í tillögum stjórnlagaráðs og ekki síður í þjóðaratkvæðagreiðslu þann 20. október síðastliðinn. En ekki síst kemur tillagan til móts við þá gagnrýni sem hvað harðast hefur komið fram, þ.e. að málið þurfi meiri tíma og meiri sátt. Þess vegna skora ég á fulltrúa allra flokka hér á þingi að taka í þessa útréttu sáttarhönd og tryggja að málið fái framgang á næsta þingi þar sem við komum til móts við þann þjóðarvilja sem birtist í þjóðaratkvæðagreiðslu og vinnum að málinu þannig að allir geti staðið á bak við breytingar á stjórnarskrá Íslands. Ég segi nei.