141. löggjafarþing — 97. fundur,  11. mars 2013.

vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar.

651. mál
[14:59]
Horfa

Ólína Þorvarðardóttir (Sf):

Frú forseti. Ég styð þá ríkisstjórn sem heiðra bæri fyrir þrotlaust starf í þágu íslenskrar þjóðar í fjögur ár. Ég styð ríkisstjórn sem heiðra bæri fyrir að vinna okkur úr rústum þess alvarlega hruns sem frjálshyggju- og íhaldsöflin leiddu yfir okkur árið 2008. Ég styð þá ríkisstjórn sem rétti þjóðarskútuna við og endurreisti efnahagslífið þannig að Íslendingar sjá nú fram á betri tíð með hækkandi sól. Ég greiði atkvæði gegn þessu vantrausti og segi því nei.