141. löggjafarþing — 97. fundur,  11. mars 2013.

vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar.

651. mál
[15:00]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S):

Virðulegi forseti. Árangursleysi og röng forgangsröðun, aðgerðaleysi og uppgjöf gagnvart skuldavanda íslenskra heimila, andstaða við atvinnusköpun í landinu, aðför að grunnatvinnuvegi þjóðarinnar, aðför að stjórnarskrá Íslands, pólitísk réttarhöld gegn fyrrverandi hæstv. forsætisráðherra, verður þessari ríkisstjórn til ævarandi skammar. (Gripið fram í.) Þetta eru aðeins nokkur atriði. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er ekki traustsins verð. Ég segi já.