141. löggjafarþing — 97. fundur,  11. mars 2013.

vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar.

651. mál
[15:06]
Horfa

Þór Saari (Hr):

Frú forseti. Eins og ég hef sagt áður í dag, með hliðsjón af því grundvallaratriði í lýðræðisríkjum að allt vald komi frá þjóðinni, virðist ríkisstjórnin og stjórnarmeirihlutinn ganga í berhögg við augljósan vilja þjóðarinnar um nýja stjórnarskrá. Slíkri ríkisstjórn er eðli málsins samkvæmt ekki stætt á að vera við völd og ber því að fara frá. Ég segi því að sjálfsögðu já við þessari tillögu.