141. löggjafarþing — 97. fundur,  11. mars 2013.

vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar.

651. mál
[15:08]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg):

Frú forseti. Hér er hafður uppi málatilbúnaður, vantraust á ríkisstjórnina, í kringum stjórnarskrármálið. Ég vil ítreka það að ég tel ekkert að vanbúnaði fyrir Alþingi Íslendinga að ljúka umfjöllun um stjórnarskrármálið í heild á þessu þingi, ekki neitt. (Gripið fram í: Komið ykkur saman um …) Það er óeðlilegt að hér skuli vera komið í veg fyrir að meirihlutavilji þingsins komi fram.

Ég vona að þessi fyrsta hreina vinstri stjórn á Íslandi standi af sér þessa þriðju atlögu, þriðju vantrauststillöguna, (Utanrrh.: Standi af sér Þór Saari.) og að ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar, ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, ljúki kjörtímabilinu og það verði hið fyrsta af mörgum til heilla fyrir íslenska þjóð. (Gripið fram í: Heyr, heyr.) Ég segi nei.