141. löggjafarþing — 97. fundur,  11. mars 2013.

vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar.

651. mál
[15:11]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr):

Forseti. Mér finnst báðar leiðirnar afleitar, en ég er búin að hlusta á umræðurnar í dag og ég veit að sáttaleiðin er hættuleg og jafnframt verður líka hættulegt að loka fyrir ferlið á síðustu metrunum. En orð þeirra sem hafa tjáð sig í dag, hvort sem er úr meiri hlutanum eða minni hlutanum, hafa ekki gefið mér tilefni til bjartsýni. Því er það svo, með harm í hjarta, sem ég verð að segja já. Í þessu máli hefur ríkisstjórnin málað sig út í horn og hún virðist ekki hafa dug í sér til að koma sér út úr því.

Ég vona þó að þetta já mitt verði ekki til þess að fella ríkisstjórnina, eins fáránlega og það hljómar, einfaldlega út af því að ég er svo hrædd við þetta ferli. Ég er hrædd við þetta ferli. Ég verð að segja já, því að ég treysti ykkur ekki. Ég verð að segja já út af því að ég treysti ekki nokkrum manni hérna inni til að klára ferlið. (Forseti hringir.) Það er bara þannig.