141. löggjafarþing — 97. fundur,  11. mars 2013.

vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar.

651. mál
[15:22]
Horfa

Jónína Rós Guðmundsdóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Frumvarp að nýrri stjórnarskrá er orðið afar vandað og vel unnið plagg og best væri að það yrði samþykkt í heild sinni á þessu þingi. Það væri valkostur númer eitt en stjórnmálin kalla oft á málamiðlanir. Ein slík málamiðlun liggur fyrir í málinu. Hún getur haldið lífinu í því yfir á næsta kjörtímabil en að samþykkja þá vantrauststillögu sem hér liggur fyrir mun aftur á móti algjörlega eyðileggja það frábæra mál. Þess vegna, og af því að ég er einlægur aðdáandi þessarar vinnusömu vinstri stjórnar, segi ég nei við tillögunni.