141. löggjafarþing — 97. fundur,  11. mars 2013.

vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar.

651. mál
[15:24]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Í mínum huga er vantrauststillagan á ríkisstjórnina vantraust á alla þá vinnu sem hefur verið lögð fram í vinnu við nýja stjórnarskrá. Hún er vantraust á framgang málsins, hún er vantraust á lýðræðisleg vinnubrögð við úrlausn mála, hún er vantraust á heilbrigða skynsemi og hún er vantraust á kjósendur landsins sem vilja að við nýtum þá fáu daga sem eftir eru til þingloka til að ljúka brýnum málum.

Sú vantrauststillaga dæmir sig sjálf. Þeir fá hana til baka sem bera hana fram og styðja hana. Hún kemur aftur í fang þeirra vegna þess að þeir sýna þjóðinni og lýðræðinu vantraust með tillögunni. Ég segi nei.