141. löggjafarþing — 98. fundur,  11. mars 2013.

öryggismál borgarinnar.

[16:19]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir þetta svar. Það er ágætt að vita að skýrslan er tilbúin. Ég vona svo sannarlega að hæstv. ráðherra geti dreift henni til þingmanna þó svo að erfitt kunni að vera að fjalla um hana hér á þeim stutta tíma sem eftir lifir þings. Ég held í það minnsta að mikilvægt sé að koma afurðinni til þingsins.

Það er líka ánægjulegt, ef ég hef skilið hæstv. ráðherra rétt, að nokkur samstaða skuli vera um það sem fram kemur í skýrslunni, þ.e. að leggja hana fram með þessum hætti. Væntanlega er lagt til einhvers konar framhald ef að líkum lætur, en að sjálfsögðu er svolítið verið að geta í eyðurnar akkúrat núna. Það er ánægjulegt að skýrslan sé að koma og gott ef ráðherra gæti dreift henni til okkar allra á næstunni.