141. löggjafarþing — 98. fundur,  11. mars 2013.

tollalög o.fl.

608. mál
[16:39]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Frumvarpið og nefndarálitið sem við ræðum er afleiðing þess að hæstv. ríkisstjórn hefur ekki tekist að leysa úr vandamálum fyrirtækja í landinu. Enn einu sinni þarf að framlengja bráðabirgðaákvæði vegna þess að fyrirtækin búa við mjög slæma stöðu og eru auk þess vanbúin að fjármagni. Þrátt fyrir það er ég sammála tillögunni vegna þess að hún er ívilnandi fyrir fyrirtækin og nauðsynleg í þeirri stöðu sem þau eru í í dag en ég bendi á aðgerðir ríkisstjórnarinnar sem hafa algerlega brugðist.