141. löggjafarþing — 98. fundur,  11. mars 2013.

tollalög o.fl.

608. mál
[16:41]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Þótt við séum sammála um málið, ég og hv. þm. Skúli Helgason, er ég á þeirri skoðun að við höfum rætt það nóg og er ekki viss um að rétt sé hjá hv. þingmanni að leggja ætti í frekari ræðuhöld út af því.

Málið sýnir tvennt. Það þarf ekki að fara efnislega í að allar þær yfirlýsingar hv. stjórnarliða um að kreppan sé búin á ekki alveg við rök að styðjast. Þess vegna förum við fram með þetta mál í sátt og samlyndi. Ég vil vekja athygli hv. stjórnarliða á því að þeir eru að viðurkenna hið augljósa, að skattar og gjöld hafi áhrif á rekstrarumhverfi fyrirtækja. Ég hvet hv. stjórnarliða til að hugsa um það því að miðað við umræðuna sem hefur verið í þingsölum fram til þessa hefur það samhengi ekki verið hv. stjórnarliðum mjög ljóst.