141. löggjafarþing — 98. fundur,  11. mars 2013.

100 ára afmæli kosningarréttar íslenskra kvenna 19. júní 2015.

567. mál
[17:05]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við framsóknarmenn munum að sjálfsögðu styðja tillöguna. Ég treysti því fullkomlega að þessa áfanga verði minnst með viðeigandi hætti. Okkur ber skylda til að fagna því þegar minnst er árangurs í jafnréttisbaráttu sem og annarra mikilvægra daga eða áfanga í sögu þessarar þjóðar sem við erum svo stolt af. Við tökum að sjálfsögðu tökum undir að þessum áfanga verði fagnað með viðeigandi hætti.