141. löggjafarþing — 98. fundur,  11. mars 2013.

skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.

625. mál
[17:24]
Horfa

Lilja Mósesdóttir (U) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil minna á tillögur rannsóknarnefndar lífeyrissjóðanna. Ein af þeim tillögum er einmitt um að fella úr gildi heimildina til að lífeyrissjóðir geti fjárfest í óskráðum bréfum vegna þess að hlutfallslega töpuðu þeir mest á óskráðum hlutabréfum. Þeir fjárfestu auðvitað mest í skráðum hlutabréfum enda hafa verið mörk á því hvað þeir geta fjárfest mikið í óskráðum verðbréfum.

Virðulegi forseti. Ég held að kominn sé tími á það að ræða hérna af alvöru nauðsynlegar breytingar á lífeyrissjóðakerfinu, aðrar breytingar en þær að skerða þurfi lífeyrisréttindi vegna taps sjóðanna og hækka iðgjaldagreiðslur úr 12% í 15,5%. Það þarf að breyta kerfinu þannig að vægi almannatryggingakerfisins verði meira og sjóðmyndunarkerfisins minna.