141. löggjafarþing — 98. fundur,  11. mars 2013.

skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.

625. mál
[17:27]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F) (andsvar):

Ég þakka jákvæð viðbrögð hæstv. ráðherra gagnvart þessari ágætistillögu og vil jafnframt fylgja því þá eftir og spyrja hvort ráðuneytið og hæstv. fjármála- og efnahagsráðherra hafi ekki vaxandi áhyggjur af því bóluhagkerfi sem er að myndast hér innan lands með gríðarlegri fjárfestingarþörf lífeyrissjóðanna á innanlandsmarkaði, allt að 130 milljörðum árlega. Og hvort sú leið sem hér er opnuð, um að geta fjárfest fyrir 100 milljarða til viðbótar í óskráðum félögum, geti ekki hugsanlega leitt til skorts á raunverulegum fjárfestingartilfellum og að menn taki óvarlegar ákvarðanir í þessu efni. Og hvort í frumvarpinu, hvort það standi einhvers staðar, ég hef ekki séð það alla vega, sé reynt að feta varlega þessa braut, eins og hæstv. ráðherra kom inn á áðan. Er einhvers staðar í frumvarpinu tekið á því að (Forseti hringir.) þessi hætta geti vaxið?