141. löggjafarþing — 99. fundur,  12. mars 2013.

afgreiðsla mála fyrir þinglok.

[13:38]
Horfa

Birgir Ármannsson (S):

Hæstv. forseti. Í umræðum um störf þingsins í morgun og reyndar í atkvæðaskýringum áðan hefur mátt ráða það, af að minnsta kosti sumum talsmönnum ríkisstjórnarflokkanna, að fyrir liggi einhvers konar forgangsröðun um hvaða mál beri að taka á dagskrá og klára. Ég vildi spyrja hæstv. forseta hvort honum væri kunnugt um hvort slík forgangsröðun lægi fyrir.