141. löggjafarþing — 99. fundur,  12. mars 2013.

Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu.

194. mál
[20:35]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir þetta. Mér finnst hugmynd hv. þingmanns um svona rannsóknarsjóð fyrir sjálfstætt starfandi fjölmiðlamenn mjög athyglisverð. En ég er talsmaður þess að draga úr útgjöldum ríkisins og ég er talsmaður þess að minnka skattbyrði almennings og ég tel einfaldlega að þeim fjármunum sem bætast hér við í rekstur RÚV, í kjölfar væntanlegs samþykkis frumvarpsins, væri betur varið í vasa skattgreiðenda ellegar að þeim fjármunum sem nú eru teknir beint úr ríkissjóði og lagðir í þennan rekstur væri betur varið til að reyna að minnka hallarekstur ríkissjóðs.