141. löggjafarþing — 101. fundur,  13. mars 2013.

Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu.

194. mál
[13:49]
Horfa

Björgvin G. Sigurðsson (Sf):

Frú forseti. Skref í þessa átt eru stigin. Það er farið úr 6% í 10% til kaupa á innlendu efni af sjálfstæðum framleiðendum.

Hvað varðar þá breytingu að fara í einu risaskrefi upp í 20% þá hefur mat á áhrifum þess ekki verið framkvæmt. Með því móti væri meira og minna verið að útvista allri innlendri framleiðslu út úr Ríkisútvarpinu. Það má alveg ræða hvort eigi að gera það en að gera það í einu skrefi að óathuguðu máli hefði líkast til í för með sér að 20, 30 störf hyrfu út úr Ríkisútvarpinu. Vel má ræða hvort þannig eigi það að vera í framtíðinni. En að gera það án þess að meta áhrifin og taka um það yfirvegaða ákvörðun á forsendum áhrifanna af tillögunni kemur auðvitað ekki til greina og þess vegna segjum við nei.