141. löggjafarþing — 101. fundur,  13. mars 2013.

ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi.

502. mál
[13:56]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það er auðvitað öllum kunnugt að skattstefna ríkisstjórnarinnar hefur gert rekstur fyrirtækja erfiðari og nýfjárfestingar eins og við þekkjum eru í sögulegu lágmarki og mjög erfiðar.

Þetta frumvarp er, eins og fram hefur komið, millibilsástand, það stendur yfir endurskoðun á löggjöfinni. Við framsóknarmenn óttumst að það hafi lítil áhrif að leggja þetta frumvarp fram og að þau fyrirtæki sem eru með verkefni í pípunum og eru í viðræðum muni bíða eftir nýrri löggjöf eða sambærilegum samningum og gerðir eru nú við Bakka við Húsavík. Engu að síður eru þetta ívilnandi ráðstafanir og því munum við samþykkja þetta frumvarp en við höfum hins vegar verulegar áhyggjur af því að það muni nýtast afar fáum.