141. löggjafarþing — 101. fundur,  13. mars 2013.

ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi.

502. mál
[13:58]
Horfa

Jónína Rós Guðmundsdóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér er um ákveðna breytingu á þeim lögum sem hafa verið í gildi um ívilnanir vegna nýfjárfestinga, en eins og komið hefur fram fer nú fram endurskoðun á þeim lögum. En vegna efnahagsástandsins á Íslandi og í heiminum er talin ástæða til að gera ákveðnar breytingar þar sem stofnfjárframlög eru felld út en þjálfunarstyrkir eru sem betur fer áfram inni. Við þurfum að laga aðeins prósentuhlutfallið bæði hvað varðar tryggingagjald og tekjuskatt og það er gert hér í þeirri von að við getum kallað að góðar erlendar og innlendar fjárfestingar til að styrkja atvinnulíf í landinu.