141. löggjafarþing — 101. fundur,  13. mars 2013.

virðisaukaskattur.

542. mál
[14:05]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Ég bað um að fá að tala um atkvæðagreiðsluna en þetta er svo sem í lagi.

Hér er verið að gera tilraun til þess að gera gagnaver hér á landi jafnsett gagnaverum í Evrópusambandinu. Það er ekki einfalt mál vegna þess að það er sameiginlegur virðisaukaskattur hjá þessum fyrirtækjum í Evrópusambandinu en ekki á Íslandi. Í trausti þess að það gangi allt saman eftir mun ég styðja þetta frumvarp og vona að við náum tökum á þáttum eins og óefnislegum tekjum og óefnislegum eignum og gjöldum sem er mjög erfitt viðureignar fyrir skattyfirvöld.