141. löggjafarþing — 103. fundur,  14. mars 2013.

tilkynning um skrifleg svör.

[10:31]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Forseti vill tilkynna að borist hafa tvö bréf frá fjármála- og efnahagsráðuneyti þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 1146 og 1147, um rekstrarkostnað og byggingarkostnað Hörpu, ráðstefnu- og tónlistarhúss, frá Pétri Blöndal. Er þess farið á leit við forseta að hann veiti ráðuneytinu lengri frest þar sem ekki næst að afla umbeðinna gagna innan 15 virkra daga.