141. löggjafarþing — 103. fundur,  14. mars 2013.

náttúruvernd.

429. mál
[12:04]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Ólafi Þór Gunnarssyni fyrir framsöguna. Það er rétt að minnast á það vegna athugasemdar Álfheiðar Ingadóttur um að hér væri tvöfaldur ræðutími að það kom fram í framsögu hv. þingmanns að ekki veitti af því. Hann talaði í um 50 mínútur sem hann hefði ekki getað gert hefði ekki verið farið fram á lengdan ræðutíma.

Það er gott og því ber að fagna að hv. þingmenn Vinstri grænna hafa áttað sig á því að hjólhestar og reiðhestar eru ekki sömu hestarnir eins og kom fram í máli þingmannsins, en þá langar mig til að koma inn á spurningu mína. 18.–30. gr. í þessu lagafrumvarpi hafa verið mest gagnrýndar af útivistarfólki. Hvað finnst þingmanninum um það að nú hafa hátt í 16 þús. Íslendingar skrifað undir beiðni til þingsins um að hleypa þessu máli ekki í gegn, m.a. á grundvelli þessara greina? (Forseti hringir.) Á ekki að taka tillit til óska þessara aðila?