141. löggjafarþing — 103. fundur,  14. mars 2013.

náttúruvernd.

429. mál
[12:19]
Horfa

Frsm. meiri hluta um.- og samgn. (Ólafur Þór Gunnarsson) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Það er rétt sem kemur fram hjá hv. þingmanni að mér þykir afar vænt um hitt stjórnsýslustigið og vil alls ekki gera hlut þess lítinn. Það er líka rétt sem kemur fram í máli hv. þingmanns að Samband íslenskra sveitarfélaga sagði í umsögn sinni að það teldi að mál af þessari stærðargráðu þyrfti meiri umfjöllun. Það er bara matsatriði á hverjum tíma hvenær nákvæmlega samráð eða umfjöllun hefur verið nægilega mikil.

Við höfum auk gestakoma frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og margra samtala, tölvupósta og viðtala reynt eftir megni að mæta athugasemdum þess. Sú athugasemd að það þurfi meiri tíma en sem svarar frá janúar og fram í mars til að fara í gegnum málið í þinginu felur bara í sér mat á hverjum tíma. Mitt mat er að sú vinna sem hefur farið fram dugi, þ.e. (Forseti hringir.) að aðdragandi hennar hafi verið þess eðlis að núna sé kominn tími til að þingið klári málið.