141. löggjafarþing — 103. fundur,  14. mars 2013.

náttúruvernd.

429. mál
[14:37]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta um.- og samgn. (Ásmundur Einar Daðason) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Varðandi útgjaldalið frumvarpsins þá er það hárrétt að ég held að taka þurfi það til skoðunar, að það sé algerlega ljóst hvaða útgjöld frumvarpið hafi í för með sér.

Það liggur fyrir að Náttúrufræðistofnun Íslands telur sig þurfa mun hærri fjárhæðir en upphaflega var gert ráð fyrir í frumvarpinu verði þetta mál samþykkt. Ég hef einnig efasemdir um að þær fjárhæðir sem ætlaðar eru til Landmælinga vegna málsins dugi til að klára þennan kortagrunn vegna þess að það er gríðarlega umfangsmikið og stórt verkefni. Ég held að staðreyndin sé sú að þegar maður skoðar þetta þá þurfi mun meira fjármagn inn í þetta mál en gert er ráð fyrir í nefndaráliti meiri hlutans og í frumvarpinu sjálfu.

Hvað varðar afstöðu sveitarfélaganna þá verð ég að viðurkenna að ég man ekki eftir því að nákvæmar tölur hafi komið fram hvað það snertir. (Forseti hringir.) Það getur þó verið að þær hafi komið fram og ég sé með það einhvers staðar skráð hjá mér (Forseti hringir.) en mig minnir að því hafi verið svarað með þessum óljósa hætti.