141. löggjafarþing — 103. fundur,  14. mars 2013.

náttúruvernd.

429. mál
[18:41]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég veit ekki hvort við hv. þingmaður verðum sammála og á sömu blaðsíðu með það. Ég næ því ekki alveg hvernig skriffinnskan á að koma í veg fyrir að menn aki utan vega. Ef menn ætla sér að gera það og eru einbeittir í að fara einhverja leið sem ekki má aka og aka þar af leiðandi utan vega segir það sig sjálft að það verður ekki skráð.

Ég hef áhyggjur af því að frumvarp þetta verði eins og mörg önnur frumvörp á þessu kjörtímabili — þetta er eins og var í teiknimyndablöðunum, finndu fimm villur, það er alltaf verið að leita, það koma alltaf upp einhverjar villur í þessum frumvörpum — að það þurfi að koma aftur inn til þingsins til að verða leiðrétt. Ég reikna með að ef menn mundu leggja sig fram við það væri mjög auðvelt að finna í þessu frumvarpi þessar fimm villur sem eru svo gjarnan settar fram. (Forseti hringir.) (Gripið fram í: Ég er alveg sammála þér.) Ég veit það, hv. þingmaður, og þakka þér fyrir það.