141. löggjafarþing — 104. fundur,  15. mars 2013.

tekjuskattur.

680. mál
[11:19]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svar hennar. Það sem ég á svolítið erfitt með að skilja er ástæðan fyrir því að stjórnvöld hafa verið svona hrædd við að láta á það reyna hvort lagatúlkun lífeyrissjóðanna sé rétt eða ekki. Ýmsir gerðu til dæmis athugasemdir við hin svokölluðu Árna Páls-lög, að þau vörðuðu við stjórnarskrána, að þar væri afturvirkt ákvæði, sem síðan Hæstiréttur staðfesti. Það stoppaði ekki meiri hlutann hér í að samþykkja þau lög. Er einhver ástæða til þess að vera hræddari við lífeyrissjóðina? Er í lagi að láta hlutina bitna á heimilunum en ekki í lagi að athuga hvort hægt væri að sækja þessa réttarbót fyrir heimilin gagnvart lífeyrissjóðunum?

Hér er talað um að borga þetta út, þetta fer ekki inn höfuðstólinn. Að sama skapi sakna ég þess sárlega að ekki skuli vera neinar tillögur frá stjórnvöldum um að tryggja að þetta verði ekki allt étið upp af verðtryggingunni eins og verið hefur undanfarið. Er talað um 400 milljarða (Forseti hringir.) sem hafa bæst við á skuldir heimilanna frá því eftir hrun?