141. löggjafarþing — 104. fundur,  15. mars 2013.

tekjuskattur.

680. mál
[11:41]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Á nýafstöðnu flokksþingi framsóknarmanna var það samþykkt, meðal annars að minni tillögu á grundvelli vinnu sem velferðarnefnd flokksins vann, að farið yrði í heildarendurskoðun á lagaumhverfi Íbúðalánasjóðs og stöðu sjóðsins. Í skýrslu verðtryggingarnefndar, sem ég leiddi þá á vegum þáverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, var lagt til að komið yrði á nýju húsnæðislánakerfi. Það eru þær tillögur sem við byggjum á og höfum talað fyrir.