141. löggjafarþing — 104. fundur,  15. mars 2013.

tekjuskattur.

680. mál
[14:12]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég get sagt að ég hef ákveðinn skilning á því að hæstv. fjármálaráðherra hefur eflaust ekki viljað mæta lánsveðshópnum í kosningum án þess að hafa lagt eitthvað til. Það er ástæða fyrir því að málið kemur fram á síðustu stundu. Það er ástæða fyrir því að fjármálaráðherra kemur með tillöguna án þess að talað hafa verið fyrir henni í fjárlögum. Það er langt síðan menn gerðu sér grein fyrir vandanum þannig að það að ráðherra skuli mæta með þetta hér, á degi sem átti að vera síðasti dagur þingsins, sýnir ekkert liggur að baki.