141. löggjafarþing — 104. fundur,  15. mars 2013.

afgreiðsla mála á dagskrá.

[14:46]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S):

Virðulegi forseti. Mig langar að spyrja hæstv. forseta, án þess að ég ætli að gera hann ábyrgan fyrir dagskrá þingsins: Hvernig stendur á því að ekki er mælt hér fyrir málum nr. 8 og 9 og 10. málið tekið á dagskrá? Ekki kom fram skýring á því af hálfu forseta þegar 10. málið var tekið á dagskrá hvers vegna mál nr. 8 og 9 væru ekki til umræðu.

Samþykkt hafði verið án verulegrar umræðu að taka fyrstu átta málin á dagskrá, ekki er samkomulag um neitt annað. Tilkynnt hefur verið að nýr fundur verði boðaður kl. 4.

Mig langar að spyrja hæstv. forseta, án þess að gera hann ábyrgan fyrir dagskrá þessa fundar, hvernig standi á því að mál 8 og 9 eru ekki rædd í þeirri röð sem ákveðin hafði verið.