141. löggjafarþing — 104. fundur,  15. mars 2013.

afgreiðsla mála á dagskrá.

[14:51]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F):

Virðulegi forseti. Það kom verulega á óvart að sjá hvaða mál var komið á dagskrá í ljósi þess að samið var um dagskrána í gær. Það er mjög hart ef ekki er hægt að treysta því að við þá sé staðið. Ljúka átti ákveðnum málum á þeim þingfundi sem nú stendur. Síðan stóð til að boða til nýs fundar þar sem þessi mál kæmu á dagskrá, m.a. það mál sem nú er til umræðu.

Ég óska eftir því að virðulegur forseti fresti málinu nú þegar og haldi þeirri áfram dagskrá sem samkomulag tókst um í gær. (ÁÞS: Hneyksli.) (ÞKG: Svo sannarlega.) (ÁÞS: Hneyksli.)