141. löggjafarþing — 104. fundur,  15. mars 2013.

starfsmannaleigur.

606. mál
[16:10]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Með þessu frumvarpi er verið að herða á lögum gegn félagslegum undirboðum á vinnumarkaði. Það er mjög ánægjulegt til þess að hugsa að aðilar vinnumarkaðarins voru samstíga í þessu máli sem og velferðarnefnd í heild sinni.

Með samþykki þessa frumvarps erum við að vernda kjör launafólks á íslenskum vinnumarkaði.