141. löggjafarþing — 106. fundur,  18. mars 2013.

skýrsla fjármálaráðherra um hagvöxt og dagskrá fundarins.

[11:02]
Horfa

Þór Saari (Hr):

Frú forseti. Ég kem upp aftur til að lýsa furðu minni á þessum þingfundi og þeirri dagskrá sem liggur fyrir. Mér virðist í gangi einhver veruleikafirring um störf þingsins og afgreiðslu þingmála almennt. Það er algjörum tilviljunum háð hvaða frumvörp verða að lögum á Íslandi. Starfsemi þingsins gengur fyrir sig eins og einhvers konar vitlausraspítali þar sem hver höndin er upp á móti annarri árum saman. Það er reynt að keyra mál í gegn með ofbeldi og önnur mál eru tekin á dagskrá á fölskum forsendum. Hvað á að segja um Alþingi sem starfar á þeim nótum?

Því var lýst yfir vikum saman að ekki væri tími til að afgreiða stjórnarskrármálið vegna þess að starfsáætlun þingsins dygði ekki til. Svo er verið að ræða hér einhver allt önnur mál langt inn í framtíðina. Þing sem starfar á þessum nótum er ekki túskildings virði.

Eftir þessi ár mín (Forseti hringir.) á Alþingi Íslendinga virðist mér sem hefðbundnir þingflokkar og þingmenn valdi einfaldlega (Forseti hringir.) ekki lýðræðinu. Þeir vita ekkert til hvers þeir eru hérna inni.