141. löggjafarþing — 106. fundur,  18. mars 2013.

skýrsla fjármálaráðherra um hagvöxt og dagskrá fundarins.

[11:15]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Áður en forseti hefur atkvæðagreiðslur vill hann geta þess að starfsáætlun er lokið. Það ætti öllum að vera ljóst. Hér verða fundir þingflokka í hádegishléi eða kvöldverðarhléi og forseti mun gera hlé á fundum meðan þeir fundir standa yfir. Engin starfsáætlun kveður á um neina slíka fundi lengur og forseti mun biðja þingflokksformenn og formenn flokka að vera viðbúnir því að forseti kalli þá til fundar síðar í dag til að reyna að ræða lok þessa þinghalds.