141. löggjafarþing — 106. fundur,  18. mars 2013.

neytendalán.

220. mál
[11:19]
Horfa

Lilja Mósesdóttir (U) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við erum að fara að samþykkja hér ESB-tilskipun sem á að bæta upplýsingaskyldu lánveitenda til lántakenda. Slík upplýsingaskylda mun auka fjármálalæsi hér á landi, en líka gera fólki sem á lítinn sem engan sparnað erfitt fyrir að fá lán. Ég vil nota þetta tækifæri og vekja athygli á breytingartillögu sem við hv. þm. Eygló Harðardóttir erum með við 26. gr. sem er greinin þar sem reynt er að setja skorður við okurlánastarfsemi. Þetta er í raun og veru breytilegt hámark vegna þess að heildarlántökukostnaður má vera 50% af heildarlánsupphæðinni að viðbættum stýrivöxtum. Eins og við vitum öll eru stýrivextir afar breytilegir hér á landi vegna verðtryggingarinnar þannig að heiti greinarinnar er rangnefni, það er ekki um (Forseti hringir.) hámark að ræða heldur breytilegt þak.