141. löggjafarþing — 106. fundur,  18. mars 2013.

neytendalán.

220. mál
[11:32]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Ég tek undir þessa breytingartillögu um að gæti lánveitandi ekki réttra aðferða við framkvæmd lánshæfis- eða greiðslumats sé lánssamningur sem á því er reistur ógildanlegur að kröfu neytanda. Þarna er verið að rétta hlut neytanda gagnvart lánveitanda sem yfirleitt er miklu sterkari. Hann þarf ekki að fara beint í mál, hann getur vísað í þetta ákvæði í lögunum. Það er styttri leið fyrir hann að fara þessa leið.

Að sjálfsögðu liggur alveg fyrir að ef samningurinn er ógildanlegur þarf að greiða upp lánið. Þetta er þannig ekkert mjög mikil viðbót nema að því er varðar hugsanlegar skaðabætur eða tjón sem lántakandi verður fyrir vegna þess og hann getur þá gert kröfu um það á grundvelli þessa ákvæðis.

Ég styð þetta ákvæði.