141. löggjafarþing — 106. fundur,  18. mars 2013.

neytendalán.

220. mál
[11:41]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Hér eru tvær breytingartillögur, töluliður 1 og 2, frá hv. þm. Eygló Harðardóttur sem meiri hlutinn hyggst styðja. Þær lúta að því að hraða meðferð ágreiningsmála fyrir dómstólum um verðtryggingarþátt lána. Það eru tiltölulega fá mál sem um ræðir og þau ættu því ekki að valda vandkvæðum í kerfinu. Heimildin er tímabundin í nokkra mánuði, en mikilvægt er að fá sem allra fyrst úrlausn í þessum álitamálum sem varða gríðarlega mikla hagsmuni.