141. löggjafarþing — 106. fundur,  18. mars 2013.

neytendalán.

220. mál
[11:43]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Að sjálfsögðu styð ég þetta ákvæði. Ég tel mjög mikilvægt að fá sem fyrst úrlausn í þeim málum sem hér er fjallað um. Það eina sem ég hef efasemdir um er það að allir geta krafist flýtimeðferðar. Það er spurning hvort þeir fá hana og hvort ekki hefði þurft að skerpa á því. Það kemur reyndar fram í umræðum að menn líta þannig á að það að geta óskað eftir flýtimeðferð sé hið sama og að fá hana. Það hefði þurft að skerpa á því að menn geti bæði óskað eftir flýtimeðferð og fengið hana í kjölfarið.

Ég treysti því að þessi mál fái flýtimeðferð og að eins fljótt og hægt er verði skorið úr um þetta mál sem skiptir öll heimili í landinu verulegu máli.