141. löggjafarþing — 106. fundur,  18. mars 2013.

neytendalán.

220. mál
[11:48]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Ég styð þetta mál. Þar sem upplýsingar eru lykillinn að árangri tel ég að við séum hér með miklar réttarbætur til handa þeim sem taka lán. Við sjálfstæðismenn höfum á þessu kjörtímabili lagt okkur fram við að aðstoða ríkisstjórnarflokkana í málum er varða það að skoða með hvaða hætti yrði hægt að koma til móts við þá sem eru skuldugir, þá sem eru að taka húsnæðislán og reyna að vinna úr sínum skuldavanda varðandi það. Við höfum kjark til þess að styðja góð mál og vinna með öðrum flokkum. Það sést í þessari atkvæðagreiðslu.