141. löggjafarþing — 106. fundur,  18. mars 2013.

neytendalán.

220. mál
[11:49]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr):

Forseti. Eins og hér hefur komið fram er neytendavernd á íslenskum fjármálamarkaði ábótavant og sérstaklega kannski löggjöf um fasteignalán. Við búum við verðtryggingu sem er eins og krabbamein í efnahagskerfinu og við verðum að afnema. Hér eru stigin góð skref í átt að betri upplýsingarétti fyrir lántakendur. Þetta frumvarp er samt ekki nóg.

Ég treysti mér ekki til þess að styðja þetta mál þótt ég hafi stutt breytingartillögur og mér finnist það framfaraskref.