141. löggjafarþing — 106. fundur,  18. mars 2013.

um fundarstjórn.

[12:16]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (S):

Frú forseti. Kannski má segja hv. þm. Árna Páli Árnasyni það til vorkunnar að honum er virkilega vorkunn að taka við þessari misgæfulegu arfleifð sem forveri hans í embætti formanns Samfylkingarinnar skilur eftir sig þegar kemur að stjórnarskránni. Hann er kannski að reyna að finna einhverjar leiðir út úr þeim skringilega leiðangri sem hefur verið farinn varðandi hana. Eftir stendur að hér hefur verið beint spurningum til hæstv. forseta um það hvort breytingartillagan sé þingtæk eða ekki.

Ég óska eftir því að hæstv. forseti svari þeirri spurningu hvort málið sé almennt þingtækt, að það sé hægt varðandi eitt breytingarákvæði stjórnarskrárinnar að koma með heila stjórnarskrá sem breytingartillögu við breytingartillöguna. Þetta er algjörlega óskiljanlegt. Mér finnst forseti setja niður við það að samþykkja það að þessi leið sé fær. Það er ekki hægt að bjóða upp á þetta. Það hefði verið miklu heiðarlegra og nærtækara (Forseti hringir.) einfaldlega að setja stjórnarskrármálið sem slíkt á (Forseti hringir.) dagskrá.