141. löggjafarþing — 106. fundur,  18. mars 2013.

dagskrá fundarins.

[13:45]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Ég fagna þessari niðurstöðu yfirstjórnar þingsins, enda er hún í samræmi við það verklag sem hefur viðgengist á þinginu allt þetta kjörtímabil. Þar sem ég hef setið í forsætisnefnd þetta kjörtímabil tel ég að ég hafi einhvern tímann heimilað fundarstjórn forseta beggja vegna við hlé líkt og þingsköp segja til um. Ég tel að þetta sé ekkert óljóst og við getum einfaldlega vitað hér með og héðan í frá, sem hingað til að því er ég taldi, að það liggur algerlega ljóst fyrir hvernig þessum lið skuli hagað og hvenær hægt sé að biðja um að fá að gera athugasemdir við fundarstjórn forseta sem ég tel með miklum ágætum hér.