141. löggjafarþing — 106. fundur,  18. mars 2013.

stjórnarskipunarlög.

641. mál
[15:16]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr) (andsvar):

Það er því miður harla einsýnt að það sem heldur áfram næstu daga og kannski næstu vikur verður átakaþing. Er ekki heiðarlegra að við tökum umræðuna um stjórnarskrána og sjáum hvert hún leiðir okkur frekar en að fara einhverja fjallabaksleið? Persónulega finnst mér eins og stjórnarliðar og ríkisstjórnin séu að varpa ábyrgðinni af klúðri sínu, eins og t.d. með allar breytingartillögurnar og sáttatillöguna sem engin sátt er um, yfir á stjórnarandstöðuna. Hvað finnst hv. þingmanni um það?