141. löggjafarþing — 106. fundur,  18. mars 2013.

stjórnarskipunarlög.

641. mál
[15:24]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég er alveg sammála þessum síðustu orðum hv. þingmanns að breytingar á stjórnarskrá eru einmitt eitthvað sem við eigum að tala um í kosningabaráttunni og láta nýkjörið þing gera út um. Þess vegna eigum við að eyða síðustu dögum þingsins í að klára mál sem annaðhvort eru með einhverjum hætti dagsetningamál eða mál sem mjög víðtæk og góð samstaða getur náðst um.