141. löggjafarþing — 106. fundur,  18. mars 2013.

stjórnarskipunarlög.

641. mál
[20:13]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Í fyrsta lagi er það nú svo að breytingartillagan sem flutt er núna er algjörlega samhljóða tillögu frá meiri hluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sem sett er fram í heildarplagginu, skýringarnar eru nákvæmlega þær sömu og hafa fengið ítarlega umræðu í nefndinni. Þetta er nákvæmlega eins breytingartillaga, alveg nákvæmlega eins, og alveg eins orðuð og hefur fengið umfjöllun þar. Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hefur mælt fyrir öllu plagginu.

Hv. þingmaður hefur áhyggjur af því að breytingartillagan spilli fyrir samningaviðræðum og spilli fyrir því að sátt náist í málinu. Ég er honum ósammála. Ég veit að formenn flokkanna eru að ræða bæði þessa tillögu (Forseti hringir.) og hinar tillögurnar og reyna að ná sáttum í öllu saman.