141. löggjafarþing — 107. fundur,  19. mars 2013.

stjórnarskipunarlög.

641. mál
[15:32]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr) (andsvar):

Ég þakka fyrir góða ræðu. Ég hef persónulega mjög miklar áhyggjur af því að ef við tökum þetta í gegn samkvæmt svokallaðri sáttaleið verði næsta þingi fyrirmunað að virða þjóðaratkvæðagreiðslu af því að við getum það ekki. Hver er afstaða hv. þingmanns til þessa ótta? Hef ég einhverjar ástæður til að hafa áhyggjur? Ef maður horfir á skoðanakannanir, er líklegt að til dæmis það stjórnarmynstur virði þjóðarvilja ef við sem höfum barist fyrir málinu og reynt að vinna því sem bestan farveg meðal þjóðarinnar getum það ekki?