141. löggjafarþing — 108. fundur,  21. mars 2013.

sameining rannsóknarnefnda í rannsóknarnefnd samgönguslysa.

609. mál
[10:37]
Horfa

Ásbjörn Óttarsson (S):

Virðulegi forseti. Með samþykkt þessa frumvarps erum við að staðfesta þá sameiningu sem var samþykkt á rannsóknarslysanefndunum. Ég tel þetta mikla afturför vegna þess að það er gengið gegn vilja allra þeirra sem fjalla um þessi mál og hafa sérþekkingu á því sem hér um ræðir. Ég er hræddur um að markmið laganna muni ekki ganga eftir sem felst í því að auka rannsóknir til að fækka slysum. Mín skoðun er sú, og ég hef sagt það hér áður, að þegar þing kemur saman að nýju í vor verði eitt af fyrstu verkunum að fella þessi lög úr gildi.