141. löggjafarþing — 108. fundur,  21. mars 2013.

lokafjárlög 2011.

271. mál
[11:00]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Ég þakka félögum mínum í fjárlaganefnd fyrir ágæta samvinnu við gerð nefndarálits. Það var ágætisverklag að vinna þetta í sameiningu og telja upp þá liði sem hafa farið umfram fjárveitingar. Ég vil samt vekja athygli þingheims á því að ýmislegt má betur fara í fjárlagagerðinni og því miður tókst ekki að ljúka gerð nýrra fjárreiðulaga fyrir komandi kosningar. Það er gríðarlega stórt og mikilvægt verkefni að mínu mati og komandi þing verður að halda áfram þeirri vinnu sem nú er hafin. Við þurfum að setja mjög þétta ramma sem stofnanir fari ekki fram úr og gera um leið hin svokölluðu fjáraukalög óþörf.

Það á að koma á aga í ríkisrekstrinum til að halda verðbólgunni í landinu niðri. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)